Gjaldskyld bílastæði
Leiðbeiningar
Nýtt
aðgangsstýringarkerfi sem byggir á númeraálestri.
1)Akið að innhliðinu, tekin er mynd af
bílnúmeri og hlið opnast. Engir miðar.
2)Erindum sinnt.
3)Áður en bíll er sótt er greitt fyrir
stæðið í greiðsluvél eða appi.
a)greitt í greiðsluvél-ýtið á hefja greiðslu-setjið
inn bílnúmer-veljið mynd af bílnúmeri á skjánum-greiðið með korti eða síma
(þráðlaus kortalesari og venjulegur kortalesari). Ekki er hægt að greiða með
mynt eða seðlum. Fylgist með á skjánum hvort greiðsla hafi tekist, kemur á
skjáinn staðfesting og að hafir 15 mínútur til að komast úr bílahúsinu. Ef koma
villuboð á skjá eða posa þá þarf að reyna aftur. Ekki fara að hliðinu fyrr en
búið er að ganga frá greiðslu.
b)greitt með appi (EasyPark). Ef greitt er með appi er
mikilvægt að velja viðkomandi bílahús, ef valin eru gjaldsvæði fyrir utan
bílahúsið þá opnast hliðið ekki
4)Akið að úthliðinu, ef búið er að greiða
þá opnast hliðið.
Aðstoðarhnappar eru á inn og úthliðum en
einnig er hægt að hringja eftir aðstoð í síma 4113403, 7:00-24:00 alla daga
vikunnar.
Staðsetning greiðsluvéla:
Stjörnuport-á jarðhæð í göngum sem
liggja að Laugavegi
Traðarkot- við innkeyrslu og í
Traðarkotssundi
Ráðhús- á efsta palli við inngang fyrir
gangandi frá Tjarnargötu
Vesturgata- á efri pallinum við
stigagang sem liggur útí Mjóstræti
Kolaport - við innkeyrslu
Vitatorg - við innkeyrslu og við inngang
fyrir gangandi frá Hverfisgötu