Gjaldskyld bílastæði
Framkvæmdir
Bílastæðasjóður gefur engar heimildir vegna framkvæmda eða
afnota af borgarlandi eða vegna afnota af gjaldskyldum bílastæðum heldur er
sótt um afnotaleyfi hjá skrifstofu
reksturs og umhirðu borgarlandsins á umhverfis- og skipulagssviði.
Sjá nánari upplýsingar hér:
https://reykjavik.is/thjonusta/leyfi-til-afnota-af-borgarlandi-afnotaleyfi
Hinsvegar innheimtir Bílastæðasjóður leigu vegna gjaldskyldra
stæða sem lokast vegna framkvæmda, vegna gáma, vinnuvéla, vinnulyfta,
vinnuaðstöðu, kranabíla o.þ.h.
Gjaldskyld bílastæði eru ekki leigð út fyrir bifreiðar,
hvort sem þær tengjast verkinu eða eru einkabifreiðar starfsmanna, greiða þarf
fyrir bifreiðar á staðnum í stöðumæli eða með símastæði, einnig þó þeim sé lagt
í stæði sem eru leigð út vegna framkvæmda.